Þessa dagana standa Alnæmisbörn fyrir söfnun svo hægt sé að byggja húsnæði undir starfsemi Candle Light Foundation í Kampala, Úganda.

Þrír hlauparar, þær Jóhanna Ella Jónsdóttir, Þorbjörg Halldórsdóttir og Steinunn Hauksdóttir hafa ákveðið að safna áheitum fyrir Alnæmisbörn í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer 24 ágúst næstkomandi.  Þær eru nú þegar búnar að safna 84.500 krónum til stuðnings Alnæmisbörnum.

 

Við hjá Alnæmisbörnum hvetjum fólk til þess að heita á þær í maraþonhlaupinu og óskum hlaupurunum góðs gengis.

 

Frekari upplýsingar má sjá á http://www.hlaupastyrkur.is/

 

 

ovfordoguganda Karl Fannar Sævarsson lauk BA námi í mannfræði við Háskóla Íslands síðastliðinn febrúar og langaði að loknu námi að prófa eitthvað nýtt og spennandi í framandi landi. Úganda varð fyrir valinu og hélt hann utan 16. september. Síðan þá og hefur hann starfað sem sjálfboðaliði fyrir Candle Light Foundation og tekið að sér áhugaverð störf fyrir samtökin og t.d. sinnt enskukennslu fyrir flóttamenn frá Súdan, Sómalíu og Erítreu. Þar að auki vinnur Karl að því að safna upplýsingum fyrir Alnæmisbörn með því að kynna sér aðstæður, fylgjast með starfinu og taka viðtöl við stúlkurnar sem eru styrktar til náms.
Fyrir stuttu barst okkur skemmtilegur fréttapistill frá Kalla og langar okkur til að deila honum með ykkur hér á heimasíðunni.

Fyrstu dagarnir í Úganda
Eftir að hafa beðið í dágóðan tíma á flugstöðinni í Entebbe og keypt visa til að komast inn í landið var mikill léttir að sjá að David var mættur til að ná í mig. Hann sagðist hafa verið farinn að hafa áhyggjur af mér vegna þess hversu langan tíma það tók mig að komast í gegnum um flugvöllinn. Allt hafði þó gengið vel og sem betur fer hafði taskan skilað sér á leiðarenda. Ástrali sem sat í sömu röð og ég í vélinni var ekki eins heppinn og var að ræða við starfsfólk á flugvellinum þar sem taskan hans var hvergi sjáanleg.
Fyrstu vikuna dvaldist ég heima hjá ömmu Davids, hún er að slá í áttrætt en er óvenju hress kona, hún er líka óvenju gömul miðað við Úgandabúa, en meðalævilíkur eru rétt undir 60 árum í landinu. Hún virðist vera nokkuð vel stæð kona og býr í flottu húsi, en í frekar fátæku hverfi.
Fyrstu tveir daganir fóru í að koma sér fyrir, skoða hverfið og almennt að jafna sig eftir langt ferðalag. Ég hafði beðið í 14 klst. á flugvellinum í Dúbæ og kom ekki dúr á auga, sennilega vegna þess hversu óþægilegir bekkirnir á flugstöðinni voru og spennings sem fylgdi því að vera á leið á nýjar og framandi slóðir. Ég notaði tímann vel fyrstu vikuna og David aðstoðaði mig við að komast inn í hlutina hérna í Úganda. Hjálp hans var mér dýrmæt og aðstoðaði hann mig meðal annars við að finna Íslenska sendiráðið, redda mér símkorti, netpungi, moskítóneti o.fl. sem nauðsynlegt er að hafa á hreinu.

Candle Light Foundation
Þá var komið að því að heimsækja CLF þar sem ég hitti Rosette í fyrsta skipti. Rosette er framkvæmdastjóri CLF og er mjög indæl kona. Eftir að hafa gist fyrstu dagana hjá David flutti ég inn í eina af skólastofum CLF og Rosette reddaði mér rúmi, sængurveri og kodda. Aðstaðan hérna er betri en ég hafði þorað að vona. Í herberginu mínu er klósett, vaskur og svona hálfgerður sturtukrani. Sem sagt krani sem er með sturtuhaus sem ég get notað til að þrífa mig. Fyrir utan að vera ekki með setu á klósettinu og ekkert heitt vatn er varla hægt að kvarta yfir þessu. Það eina sem er pirrandi er að stundum er ekkert rennandi vatn í húsinu og getur það komið sér illa ef vatnsleysið stendur yfir í lengri tíma. Þá er t.d. ekki hægt að sturta niður né þrífa sig almennileg. Það hefur þó ekki verið vatnslaust lengur en tvo daga í senn.

ovfordoguganda 114

Enskukennsla
Mánudeginum eftir að ég flutti inn byrjaði ég að kenna ensku fyrir flóttamenn frá Súdan, Sómalíu og svo bættist einn við frá Erítreu. Ég kenni þessa tíma í samvinnu við Pontias, sem er heimamaður og fínn kennari með háskólagráðu frá Makerere háskóla. Þessi hópur eru í tíma hjá okkur á milli kl. 8 og 10 á morgnana og svo kemur annar hópur kl. 10 og er til 12. Seinni hópurinn samanstendur af heimamönnum sem vilja ná betri tökum á enskunni og er getustig nemenda mjög fjölbreytt. Ein kona hætti t.d. í skóla eftir 2. bekk á meðan önnur kláraði 9. bekk. Kennslan getur því verið krefjandi og ekki bætur í skák að nemendur eiga það til að detta inn í kennslustund á öllum tímum. Ég sinni því kennslunni alla daga vikunnar til kl. 13 þar sem kennslan á það til að dragast á langinn vegna þess hve sumir mæta seint.

 

ovfordoguganda 118

Viðtöl við skólastúlkur
Restin af deginum fer í allskonar hluti, ég reyni að skipuleggja ferðir í skólana og taka viðtöl við stelpurnar sem fá skólagjöldin sín greidd frá Íslandi. Nú þegar þetta er ritað hef ég tekið 6 viðtöl af 10 en svo virðist sem ein hafi hætt í skólanum af einhverjum ástæðum. Ég mun reyna að komast til botns í því máli seinna. Skólinn sem hún var í segir að hún hafi bara hætt að mæta og ekki hefur náðst í foreldra hennar. Ein stúlknanna sem ég tók viðtal við bauð mér í mat heim til sín sem var mjög áhugavert. Hún býr hjá frænda sínum og konu hans. Þau eiga heima í fátækrahverfi sem er staðsett milli Naguru og Jinja road. Þau búa 6 saman í húsi sem er ekki meira en 12 til 15 fermetrar. Það voru sláandi aðstæður en mikilvægt að fá að sjá við hvaða kjör sumir búa.

 

 

 

Þá held ég að það helsta sé komið í bili. Ég sendi með tvær myndir úr kennslustund og eina af sjálfum mér í Kampala.

Heimasíða Alnæmisbarna er búin að liggja niðrí í langan tíma vegna tæknilega örðugleika. Á þessu tímabili hefur ný stjórn verið kosin og þökkum við Margréti Skúladóttur og Laufeyju Sigrúnu Haraldsdóttur fyrir vel unnin störf og bjóðum Maríu Gunnarsdóttur og Pétri Waldorff Skúlasyni velkomin í stjórn.

Helsta verkefni Alnæmisbarna á næstu mánuðum snýr að söfnun fjármagns fyrir húsnæði undir starfsemi Candle Light Foundation í Kampala. Frekari upplýsingar um söfnunarátakið munum við birta hér á heimasíðunni.

Þeir sem hafa áhuga á því að styðja okkur í þessari  söfnun geta haft samband við Sigríði Baldursdóttur (netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 


 

Dorianne Rós hélt til Kampala sem sjálfboðaliði fyrir Candle Light Foundation um miðjan janúar og ætlar sér að vera þar í rúma þrjá mánuði og mun hún aðstoða við ensku kennslu og ýmislegt annað. Hún er 23 ára og útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Ármdorianne 2úla fyrir ári síðan. Hún er með prívat blogg þar sem hún segir frá starfi sínu hjá CLF ásamt reynslu sinni og daglegu lífi í Úganda.

 

Hægt er að sjá bloggið á:

 

www.doriannek.wordpress.com

Þróunarsamvinna ber ávöxt - komum heiminum í lag!!

Tónleikar á stúdentakjallaranum

3. okt kl. 21:00

Frjáls félagasamtök á Íslandi sem starfa á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og Þróunarsamvinnustofnun Íslands standa nú í þriðja sinn fyrir kynningarátaki sem ber heitið Þróunarsamvinna ber ávöxt. Í þetta skipti er áherslan á gildi menntunar og fræðslu um þróunarstarf, bæði hér á landi og erlendis.

Í tilefni af átakinu verður efnt til tónleika í Stúdentakjallaranum 3. október kl. 21:00

Fram koma:
* Þórunn Antonía
* Einar Lövdahl
* Kjurr
* Retrobot
* Vök
* Amaba Dama

Kynnir er Björg Magnúsdóttir rithöfundur bókarinnar Ekki þessi týpa. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.

Hlökkum til að sjá þig!!

Það er mikið um að vera hjá Alnæmisbörnum í næstu viku. Haldinn verður aðalfundur 28. apríl og kökubasar í Kringlunni 3. maí. Hér fyrir neðan eru frekari upplýsingar:

 

10. Aðalfundur Alnæmisbarna

Aðalfundur Alnæmisbarna verður haldinn mánudaginn 28 apríl kl. 17.15 - 18.:15 í húsnæði ÍSOR á Grensásvegi 9.

Dagskrá fundarins
1. Setning fundar
2. kosning fundarstjóra og ritara
3. Skýrsla Stjórnar
4. Reikningar félagsins lagðir fram
5. Starfsáætlun næsta árs
6. Kosningar stjórnar og skoðunarmanna reikninga
7. Fréttir frá Candle Light Foundation
- Gestur Gíslason segir í stuttu máli máli frá heimsókn sinni til CLF í Kampala fyrr á árinu
- Dorianne Kaspersma sem er nýkomin frá sjálfboðastörfum við CLF segir frá reynslu sinni þar
8. Önnur mál

 

Kökubasar í Kringlunni 3. maí 2013

 

Félagið Alnæmisbörn heldur áfram söfnunarátaki sínu fyrir byggingu á verkmenntaskóla fyrir bágstaddar ungar stúlkur í Candle Light Foundation í Kampala, höfuðborg Úganda.

Við munum halda kökubasar í Kringlunni laugardaginn 3. maí milli kl. 10.00-17.00. Þetta er ekki hægt án ykkar aðstoðar og viljum við því biðja vini og vandamenn um að hjálpa okkur við baksturinn. Við erum þakklát fyrir allar tegundir af kökum, en hnallþórurnar eru þó alltaf vinsælastar :-)

Við munum vera staðsett á 1. hæð rétt hjá Gallabuxnabúðinni og Vínbúðinni og hægt verður að koma með terturnar frá kl. 10.00.

Þeir sem geta ekki bakað geta að sjálfsögðu stutt Alnæmisbörn með því að kaupa kökur eða hálsmenin vinsælu sem stúlkurnar í Candle Light hafa búið til.

Þau ykkar sem ekki hafið tök á að mæta á laugardaginn en langar til að styrkja verkefnið getið lagt inn frjáls framlög á bankareikning Alnæmisbarna:

Bankareikningur: 0301-13-302043
Kennitala: 560404-3360

Vonumst til þess að sjá sem flesta á laugardaginn!

Get in Touch!

Telephone: 354 6960885

Email: beinakerling@gmail.com

Bankareikningur: 1155-1540733

Kt:  560404-3360

STYRKTARAÐILAR

frostmark     

 

mjolkursamsalan