Íbúar í grennd við lóðina þar sem skólinn mun rísa sýndu verkefninu mikinn áhuga. Sýndu margir vilja til þess að senda börnin sín í skólann þegar hann væri tilbúinn og einnig hélt skólastjóri nærliggjandi skóla ræðu þar sem hann talaði um mögulegt samstarf skólanna.

 

Í hverri ræðu kom fram þakklæti til Alnæmisbarna og Íslendinga almennt fyrir ómetanlegan stuðning sem hefur gert langþráðan draum að veruleika. Nýr skóli mun gera það að verkum að hægt verður að taka á móti mun fleiri nemendum, hægt verður að bjóða upp á betri og stærri heimavist og almennt betri aðstöðu fyrir kennsluna.

 

Eins og áður hefur komið fram á vef Alnæmisbarna fengu samtökin styrk frá Utanríkisráðuneyti Íslands fyrir byggingu skólans gegn því að safna mótframlagi upp á þrjár milljónir. Enn vantar u.þ.b. tvær milljónir milljónir til að örugglega sé hægt að ljúka byggingunni og útbúa skólann með borðum, stólum og öðrum nauðsynjum fyrir skólahaldið. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja verkefnið geta lagt frjáls framlög inn á reikning Alnæmisbarna, bankanúmer: 0301-13-302043, kennitala: 5604043360.

CLF-_skóli_2.jpgCLF_4.jpgCLF_skóli_-_1.jpgCLF_skóli_Sigrún.jpgCLF_-_tré.jpgCLF_-_R.jpgCLF_skóli_R3.jpgCLF_-_skóli_-_stelpur_með_nágrannaskóla.jpgCLF_skóli_-_Aðalbjörg.jpgCLF_-_skóli_3.jpg

Sigrún Björg, Aðalbjörg Kara og Kristrún Friðsemd ásamt verðandi nágrönnum verkmenntaskólans

Get in Touch!

Telephone: 354 6960885

Email: beinakerling@gmail.com

Bankareikningur: 1155-1540733

Kt:  560404-3360

STYRKTARAÐILAR

frostmark     

 

mjolkursamsalan