Aðalbjörg Kara Kristjánsdóttir er 21 árs íslensk stúlka sem fór sem sjálfboðaliði til Candle Light Foundation síðastliðinn ágúst og var þar í rúmar sex vikur. Hér segir hún frá starfinu og reynslunni sem hún fékk á þessum tíma.

kara 2

Bygging verkmenntaskólans gengur vel og er áætlað að byggingin verði tilbúin í lok mars. Sigríður Baldursdóttir, formaður Alnæmisbarna, heimsótti Candle Light Foundation á dögunum til þess að fylgjast með verkefninu og skoða bygginguna.
Alnæmisbörn og CLF nýttu ferð Sigríðar til þess að útbúa fimm ára vinnuplan sem byggir á reynslu fyrrum nemenda skólans, en einnig var haldinn fundur með mikilvægum aðilum á svæðinu þar sem skólinn mun rísa til þess að taka tillit til þeirra skoðana. Fyrrum nemendur voru almennt ánægðir með nám sitt hjá CLF og aðilar á svæðinu þar sem skólinn mun rísa voru mjög spenntir yfir nýja skólanum.

Eins og fram hefur komið á vef Alnæmisbarna var fyrsta skóflustunga nýs verkmenntaskóla Candle Light Foundation (CLF) tekin þann 3. október síðastliðinn við mikinn fögnuð aðstandenda skólans.

 

Síðan þá hefur Rosette, framkvæmdastjóri CLF, farið allt að fjórum sinnum í viku til Mukono til þess að fylgjast með uppbyggingunni. Sjálfboðaliðarnir Friðsemd og Sigrún Björg hafa farið með Rosette á vettvang einu sinni í viku og fundað með verkfræðingum og verktökum. Eins og staðan er í dag, 4 vikum eftir að hafist var handa, er bygging skólans á undan upprunalegri áætlun- en samkvæmt henni er reiknað með að skólinn verði klár til starfa þann 7. mars 2015.

Aðalfundur
Aðalfundur Alnæmisbarna var haldinn þann 31. mars s.l. í Turninum í Kópavogi og gekk ljómandi vel. Sigríður Baldursdóttir lét af störfum sem formaður og við tók Selma Sif Ísfeld Óskarsdóttir. Selma Sif skrifaði meistararitgerð sína m.a. um starfsemi Candle Light Foundation í Úganda og heimsótti samtökin árið 2012 ásamt Sigríði fráfarandi formanni. Dögg Guðmundsdóttir og María Gunnarsdóttir gengu úr stjórn og við tóku Salóme Friðgeirsdóttir og Þóra Kintampo Björnsdóttir. Pétur Waldorff, Harpa Hauksdóttir og Hulda Gunnarsdóttir sitja áfram. Á aðalfundinum var sú tillaga samþykkt að breyta nafni Alnæmisbarna í CLF á Íslandi. Gengið verður frá nafnbreytingunni formlega á næstu dögum.

Nú eru stelpurnar sem stunda nám við Candle Light skólann komnar í jólafrí, en undanfarið hefur verið mikið líf í skólanum. Stelpurnar hafa verið að taka lokapróf i mismunandi áföngum, en hafa nú haldið heim í þorpin sín til sinna nánustu til þess að eyða desembermánuði þar.

 

Hér eru myndir frá Sigrúnu Björg Aðalgeirsdóttur, sjálfboðaliða, af skólalífinu frá önninni sem var að klárast.

Get in Touch!

Telephone: 354 6960885

Email: beinakerling@gmail.com

Bankareikningur: 1155-1540733

Kt:  560404-3360

STYRKTARAÐILAR

frostmark     

 

mjolkursamsalan