Alnæmisbörn vilja þakka fyrir allan stuðning í söfnunarátakinu fyrir verkmenntaskóla Candle Light Foundation. Haldinn var kökubasar í Kringlunni 3. maí og gekk sala vonum framar. Samanlagt söfnuðust 184.500 kr og mun sú upphæð renna óskipt til byggingar verkmenntaskólans. Þar fyrir utan hafa velunnurar nú þegar stutt verkefnið með samtals 273.000 krónum.

 

Eins og staðan er í dag erum við að bíða eftir svörum frá ýmsum fyrirtækjum og erum að vonast til þess að safna áheitum hlaupara í Reykjavíkur maraþoninu í ágúst.

 

Það vantar ennþá rúmar tvær milljónir upp í mótframlagið sem Alnæmisbörn verða að leggja til á móti styrk Utanríkisráðuneytisins. Við munum því halda söfnunarátakinu ótrauð áfram.

 

Frétt um söfnunarátakið birtist á mbl.is:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/02/safna_fyrir_skola_i_uganda/

 

kökubasar2kökubasar

 

Síðastliðinn mánudag byrjaði ný önn hjá verkmenntaskóla Candle Light Foundation og var því farið í tvær vettvangsferðir í lok ágúst til þess að kynna skólann og finna tilvonandi nemendur. Farið var í tvö fátæk hverfi í nálægð við skólann, Mengo Kisenyi og Kosovo.

 

Íslensku sjálfboðaliðarnir Aðalbjörg Kara Kristjánsdóttir og Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir voru með í för ásamt Lilian, starfsmanni CLF, og nokkrum stúlkum sem stunda nám við skólann. Stúlkurnar voru mjög spenntar að fara í ferðina og fá að kynna skólann sinn, og var talað við mikið af áhugasömu fólki og dreift bæklingum um skólann.

 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr vettvangsferðinni.

 

Mynd 10

Kristrún Friðsemd, Aðalbjörg Kara ásamt Lilian og nemendum Candle Light Foundation

 

mynd 1 - CLF

Nemendur CLF ásamt Aðalbjörgu Köru spenntar að leggja af stað í ferðina

 

Mynd 2 - CLF

Candle light stelpurnar skemmtu sér vel við að kynna skólann sinn

Mynd 3 - CLF

Kristrún Friðsemd og Aðalbjörg Kara að ræða við konu í einu hverfinu

 

mynd 9

 

mynd 4 - CLF

 

Mynd 5 - CLF

athuga

 

 Í ágúst síðastliðnum tóku 10 hlauparar þátt í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar Alnæmisbörnum og söfnuðust samanlagt 170.000 kr.

 

Frá því að Alnæmisbörn fengu styrkinn frá Utanríkisráðuneytinu hafa safnast 702.000 kr. fyrir byggingu verkmenntaskóla CLF. Sú upphæð er nóg fyrir byggingu verkmenntaskólans og er áætlað að fyrsta skóflustungan verði tekin á næstu vikum.

 

Eins og staðan er í dag vantar Alnæmisbörnum ennþá um tvær milljónir til að örugglega sé hægt að ljúka byggingunni og innrétta skólann með borðum, stólum og öðrum nauðsynjum fyrir skólahaldið.

 

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja starf Alnæmisbarna geta lagt inn frjáls framlög á reikning Alnæmisbarna, bankanúmer: 0301-13-302043, Kennitala: 560404-3360

Unglingsstúlkur í fátækustu löndum heims eru í brennidepli í kynningarviku frjálsra félagasamtaka og Sterkar stelpurÞróunarsamvinnustofnunar Íslands undir heitinu Sterkar stelpur - sterk samfélög. Kynningarvikan stendur yfir alla þessa viku, eða 6. – 11. október og hófst formlega á Austurvelli sl. föstudag þar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, gekk  með tíu lítra fötu 10 mmetra til stuðnings unglingsstúlkum í þróunarríkjunum. Við skorum á aðra að taka þátt í vatnsfötuáskoruninni!

 Candle Light Foundation hefur fengið tvær heimsóknir frá Íslandi það sem af er árinu. Gestur Gíslason heimsótti CLF síðastliðinn mars og ræddi þar við Rosette Nabuuma, formann CLF, um starfsemina, framtíðina og byggingu verkmenntaskólans. Hann heimsótti einnig landið þar sem skólabyggingin mun verða reist. Gestur kynnti ferð sína á ársfundi Alnæmisbarna og sýndi félagsmönnum myndir úr ferðinni.

 

Gunnar Salvarsson, upplýsinga - og kynningarfulltrúi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands heimsótti einnig CLF í maí. Í för með honum var Erla Björg Gunnarsdóttir blaðamaður frá Vísi sem tók í viðtöl við Rosette og þrjár ungar stúlkur sem stunda nám hjá CLF. Viðtölin muna vera birt í sambandi við átaksvikuna Þróunarsamvinna ber ávöxt, 6-11 október.

 

Sjálfboðaliðinn, Dorianne Kaspersma, kom heim í byrjun ágúst og sagði frá reynslu sinni á ársfundi Alnæmisbarna. Það hafa nú þegar tveir sjálfboðaliðar gefið kost á sér til þess að fara og aðstoða CLF; Aðalbjörg Kara Kristjánsdóttir leggur af stað til Kampala um miðjan ágúst og verður hjá CLF í rúman mánuð og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fer í lok september og verður allt haustið.

Hér fyrir neðan fylgja myndir frá heimsókn Gests Gíslasonar

IMG 1682

Nemendur CLF að æfa sig í hárgreiðslu

IMG 1691

Nemendur CLF að æfa sig í að skreyta fyrir veislur

IMG 1685

Nemendur CLF að læra að sauma

IMG 1700

Kertagerðin og kertin sem CLF selur í búðinni Banana Boat til þess að fjármagna starf sitt

IMG 1720

Rosette Nabuuma sem hefur stjórnað starfi CLF frá upphafi

Landið

Landið þar sem byggja á verkmenntaskóla undir starfsemi CLF

 

Hér koma einig nokkrar myndir frá heimsókn Gunnars Salvarssonar

DSC01621

Gunnar ásamt nemendum hjá CLF

DSC01624

Rosette ásamt nemendum CLF

DSC01635

Nemendur CLF ánægðir með heimsóknina

DSC01646

Rosette ásamt Erlu Björgu Gunnarsdóttur og Gunnari Salvarssyni

Síðastliðinn föstudag, 3. október, var tekin fyrsta skóflustungan fyrir byggingu nýs verkmenntaskóla Candle Light Foundation. Skólinn mun rísa í úthverfi Kampala, Mukono í Kyaggwe sýslu og áætlað er að byggingu ljúki í mars 2015.

 

Athöfnin var vel sótt af starfsmönnum og nemendum Candle Light sem og verktökum, aðstandendum, tilvonandi nágrönnum og fleirum. Einnig voru sjálfboðaliðar Candle Light viðstaddir, þær Aðalbjörg Kara Kristjánsdóttir, Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir og Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir. Mikill spenningur var í kringum athöfnina og haldnar voru ræður af ýmsum sem standa að skólanum og uppbyggingu hans. Í lokin var skóflustungan tekin og tré plantað við mikinn fögnuð viðstaddra.

Get in Touch!

Telephone: 354 6960885

Email: beinakerling@gmail.com

Bankareikningur: 1155-1540733

Kt:  560404-3360

STYRKTARAÐILAR

frostmark     

 

mjolkursamsalan