um-felagid

Félagið Alnæmisbörn var stofnað vorið 2004 til að styðja starf Candle Light Foundation (CLF) í Kampala í Úganda. Sá stuðningur felst fyrst og fremst í því að styrkja skólagöngu CLF stúlkna. Alnæmisbörn hafa einnig styrkt CLF með kaup á landi og er helsta markmið Alnæmisbarna í dag að styðja CLF til að byggja húsnæði á því landi undir verkmenntaskóla.

 

 

Candle Light Foundation og Alnæmisbörn

Candle Light Foundation eru frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, sem voru stofnuð árið 2001 af Erlu Halldórsdóttur. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að stuðla að bættum hag barna sem á einn eða annan hátt eiga undir högg að sækja vegna HIV/alnæmis.

Starfsemi CLF er tvíþætt, annars vegar er þar starfræktur verkmenntaskóli sem hefur verið styrktur af Mennta- og íþróttamálaráðuneyti Úganda síðan 2010. Þjálfunin stendur yfir í þrjá mánuði í senn og fá 50-70 stúlkur menntun í hárgreiðslu, fatasaumi, bakstri, skreytingum eða tölvunotkun á ári hverju með stuðningi ráðuneytisins. Að henni lokinni fá stúlkurnar skírteini sem gefið er útaf Mennta- og íþróttamálaráðuneyti Úganda og er viðurkennt í allri Austur-Afríku. Fimm stúlkur eru í verkmenntanámi að svo stöddu með stuðningi frá Alnæmisbörnum. Stúlkurnar sem taka þátt í þjálfuninni eiga einnig möguleika á að bæta við sig námi og fá diplómu og/eða hefja formlegt nám.

Hinn liðurinn í starfsemi CLF er að styrkja ungar stúlkur til skólagöngu í grunn- og framhaldsskóla. Í dag eru 16 stúlkur í námi með stuðningi frá Alnæmisbörnum.

Helstu styrktaraðilar Alnæmisbarna á Íslandi eru hátt í 50 einstaklingar sem styrkja menntun stúlkna hjá CLF með mánaðarlegum framlögum. Auk þeirra hafa Íslenskar Orkurannsóknir styrkt stúlkur í almenna náminu undanfarin ár og Reykjavik Geothermal hefur veitt styrki til reksturs CLF. Á síðastliðnum árum hefur Alnæmisbörn einnig fengið styrki frá Zonta á Íslandi, Vaxandi ehf., Ferðaskrifstofa Íslands og Alheimsauð.

Get in Touch!

Telephone: 354 6960885

Email: beinakerling@gmail.com

Bankareikningur: 1155-1540733

Kt:  560404-3360

STYRKTARAÐILAR

frostmark     

 

mjolkursamsalan