Erla Alnmisbrn

Alnæmisbörn eru frjáls félagasamtök sem voru stofnuð á Íslandi árið 2004 af Erlu Halldórsdóttur til þess að styðja við starfsemi frjálsu félagasamtakanna Candle Light Foun­dation (CLF) sem hún stofnaði í Kampala árið 2001.

Framan af ævi vann Erla almenn skrifstofustörf, á leikskóla og á rannsóknarstofu. Árið 1979 flutti fjölskyldan til Hondúras, 1983 til Kenýa og Úganda 1993. Í Kenýa lauk Erla háskólanámi í mannfræði. Eftir heimkomuna 1994 hélt Erla áfram rannsóknum á högum munaðarlausra barna í Úganda, og árið 2001 stofnaði hún Candle Light Foundation í Kampala, þar sem götustelpur hafa atvinnu af kertaframleiðslu og fá aðstoð við að fóta sig í þjóðfélaginu. Jafnframt starfinu í Úganda vann Erla á Íslandi, seinast hjá Íslenskum orkurannsóknum. Erla lést stuttu eftir að félagið Alnæmisbörn var stofnað.

Meginmarkmið Alnæmisbarna og sam­­­­starfs­aðila þess í Úganda, CLF hefur frá upphafi verið að stuðla að menntun og að efla hæfni bágstaddra stúlkna í Úganda til þess að standa á eigin fótum, auka öryggi, atvinnumöguleika sem og tekjur þeirra.

Félagið hefur borgað grunn­skólagjöld bág­staddra stúlkna síðan 2004. Nám og uppihald stúlknanna er fjár­magnað frá Íslandi í gegnum Alnæmisbörn. Styrktaraðilarnir eru um 50 Íslendingar sem styrkja nám stúlk­nanna með mánaðarlegum framlögum og hefur Reykjavík Geothermal styrkt rekstrar­kostnað CLF síðastliðin ár. Megináhersla félagsins í dag er að reisa húsnæði undir verk­mennta­skóla fyrir bágstaddar stúlkur í Kampala. Verkmenntaskólinn yrði í framtíðinni jafn­framt með heimavist fyrir þær stúlkur sem þurfa á því að halda og eða vantar húsaskjól.

Get in Touch!

Telephone: 354 6960885

Email: beinakerling@gmail.com

Bankareikningur: 1155-1540733

Kt:  560404-3360

STYRKTARAÐILAR

frostmark     

 

mjolkursamsalan